fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Magnaður misskilningur Í Kórnum: Rangur Alexander mætti á svæðið – „Hann tók saman dótið sitt og fór“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 13:15

Alexander Freyr Sindrason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Freyr Sindrason hefur slegið í gegn hjá HK, eftir að hann kom að láni frá Haukum. Hann hefur komið sterkur inn í vörn félagsins.

Það er ansi skemmtileg saga um það hvernig koma Alexanders til HK var, rangur maður mætti fyrst um sinn á æfingu.

„Brynjar Björn ( þjálfari HK) hringir í Bú þjálfara Hauka og spyr hvort hann geti fengið hann lánaðan í HK. Búi gefur grænt á það og gefur Brynjari númerið hjá Alexander ,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur DR Football.

„Brynjar fer beint í símann og hringir í kauða. ‘Sæll Brynjar Björn, hérna þjálfari HK. Ég er búinn að tala við þjálfarann og við viljum fá þig á láni út tímabilið og ég var að spá hvort ég geti ekki fengið þig á æfingu.’ Leikmaðurinn sagðist vera klár í það.“

„Leikmaðurinn mætir á æfingu á mánudegi og byrjar að klæða sig. Brynjar Björn var frammi á gangi að fá sér kaffi þegar Leifur fyrirliði röltir fram og spyr: ‘Hvaða gæi er þetta inn í klefa?’ ‘Þetta er Alexander Sindrason, við erum að fá hann lánaðan frá Haukum.“

„Leifur segir: ‘Ha?, Þetta er ekki Alexander Sindrason.’ Þá hringdi hann víst í vitlausan Alexander og hringdi í Alexander Bjarka Rúnarsson leikmann Vængi Júpíters. Hann er búinn að spila 0 mínútur fyrir Vængina í sumar. Hann var mættur í HK klefann og hélt að hann væri að fá Pepsi Max mínútur.“

Alexander Bjarki pakkaði í tösku og fór ekkert á æfinguna, réttur maður mætti svo daginn eftir.

„Hann fór ekki á æfingu, hann tók saman dótið sitt og fór. Þetta var svona hrottalegur misskilningur. Búi gaf upp rangan Alexander í símaskránni því hann var með tvo. Hinn mætti ekkert á æfingu fyrr en daginn eftir,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er ÍBV vann KR

Besta deildin: Dramatík er ÍBV vann KR
433Sport
Í gær

Ákveðnir í að fá Fernandes frá United í sumar

Ákveðnir í að fá Fernandes frá United í sumar
433Sport
Í gær

Reyndi allt til að ná konunni til baka en hún heimtar skilnað – Fékk nóg eftir þessa ákvörðun í desember

Reyndi allt til að ná konunni til baka en hún heimtar skilnað – Fékk nóg eftir þessa ákvörðun í desember
433Sport
Í gær

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Hann mun líklega fara annað 2026″

,,Hann mun líklega fara annað 2026″
433Sport
Í gær

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum