Alexander Freyr Sindrason hefur slegið í gegn hjá HK, eftir að hann kom að láni frá Haukum. Hann hefur komið sterkur inn í vörn félagsins.
Það er ansi skemmtileg saga um það hvernig koma Alexanders til HK var, rangur maður mætti fyrst um sinn á æfingu.
„Brynjar Björn ( þjálfari HK) hringir í Bú þjálfara Hauka og spyr hvort hann geti fengið hann lánaðan í HK. Búi gefur grænt á það og gefur Brynjari númerið hjá Alexander ,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur DR Football.
„Brynjar fer beint í símann og hringir í kauða. ‘Sæll Brynjar Björn, hérna þjálfari HK. Ég er búinn að tala við þjálfarann og við viljum fá þig á láni út tímabilið og ég var að spá hvort ég geti ekki fengið þig á æfingu.’ Leikmaðurinn sagðist vera klár í það.“
„Leikmaðurinn mætir á æfingu á mánudegi og byrjar að klæða sig. Brynjar Björn var frammi á gangi að fá sér kaffi þegar Leifur fyrirliði röltir fram og spyr: ‘Hvaða gæi er þetta inn í klefa?’ ‘Þetta er Alexander Sindrason, við erum að fá hann lánaðan frá Haukum.“
„Leifur segir: ‘Ha?, Þetta er ekki Alexander Sindrason.’ Þá hringdi hann víst í vitlausan Alexander og hringdi í Alexander Bjarka Rúnarsson leikmann Vængi Júpíters. Hann er búinn að spila 0 mínútur fyrir Vængina í sumar. Hann var mættur í HK klefann og hélt að hann væri að fá Pepsi Max mínútur.“
Alexander Bjarki pakkaði í tösku og fór ekkert á æfinguna, réttur maður mætti svo daginn eftir.
„Hann fór ekki á æfingu, hann tók saman dótið sitt og fór. Þetta var svona hrottalegur misskilningur. Búi gaf upp rangan Alexander í símaskránni því hann var með tvo. Hinn mætti ekkert á æfingu fyrr en daginn eftir,“