Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid vildi ólmur losna við Gareth Bale frá félaginu í sumar.
Það tókst ekki en Bale var nálægt því að fara til Kína, annað gerðist ekki.
Zidane ætlar sér nú að treysta á Bale og að hann geti hjálpað liðinu en La Liga hefst um helgina.
,,Það var líklegt að Bale myndi fara, hann er hér í dag,“ sagði Zidane.
,,Hlutirnir eru að breytast, núna í dag, þá treysti ég á hann eins og aðra leikmenn.“
,,Ég treysti á alla leikmenn sem eru hérna, hann er mikilvægur leikmaður og ég vona að hann geti hjálpað liðinu.“