fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í dag var íslenskur maður handtekinn á flugvellinum Stafangri í Noregi, fyrir að hafa reynt að ráðast inn inn í flugstjórnarklefa á meðan flugi stóð. Atvikið átti sér stað í ungverskri farþegaþotu flugfélagsins Wizz air á leið frá Budapest til Keflavíkur. Vegna atviksins var vélinni lent í Stafangri í Noregi.

Maðurinn sem um ræðir er fyrrverandi landsliðsþjálfari og landsliðsmaður Íslendinga í handbolta, Þorbergur Aðalsteinsson. Hringbraut greinir frá þessu.

Þorbergur var á sinni tíð einn þekktasti handknattleiksmaður landsins en besta árangri sem landsliðsþjálfari náði hann þegar liðið undir hans stjórn varð  í fjórða sæti á Ólympíuleikunum 1992.

Fram kemur í ungverska fjölmiðlinum Hungary Today að Þorbergur hafi tjáð lögreglu að hann hafi tekið inn lyf og muni þess vegna ekkert eftir atvikinu.

Talið er að fréttir fyrr í dag þess efnis að Þorbergur hafi ætlað að fremja flugrán séu rangar. Hann er hins vegar talinn hafa verið í mjög annarlegu ástandi um borð í vélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?