fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Birta Líf segir að sumarið sé ekki búið – Svona er spáin fyrir næstu daga

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 13:05

Langisandur á Akranesi er vinsæl baðströnd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að nokkuð hafi kólnað í veðri á landinu undanfarna daga er sumarið ekki alveg búið. Þetta segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við RÚV.

„Sumrinu er ekki aflýst,“ segir hún og bætir við að fyrir sunnan og vestan sjáist í sól og þar sé hiti í kringum þrettán stig. Það er þó annað uppi á teningnum fyrir norðan og austan þar sem hiti fer ekki yfir tíu gráður. Klukkan 12 var 8 stiga hiti á Akureyri, 10 stiga hiti á Egilsstöðum og 7 stiga hiti í Bolungarvík.

Ef marka má veðurspána fyrir næstu daga verður áfram nokkuð svalt í veðri – að minnsta kosti miðað við það sem við höfum mátt venjast í sumar. Helgin lofar nokkuð góðu fyrir íbúa suðvestanlands; þar verður bjart og gæti hiti farið í 14 stig. Fyrir norðan og austan verður aftur á móti áfram svalt í veðri. Þannig spáir sjálfvirka spáin á vef Veðurstofunnar þriggja stiga hita á Akureyri klukkan níu á sunnudagsmorgun. Á sama tíma á laugardag verður lítið mildara, eða fjögurra stiga hiti.

Norska veðurstofan, YR, á þó von á því að heldur muni hlýna og birta til fyrir norðan og austan þegar líða fer á næstu viku. Á þriðjudag verður tólf stiga hiti og bjart og á föstudag í næstu viku gæti hitinn farið í fimmtán til átján stig (15 á Akureyri en 18 á Egilsstöðum). Það er þó ekki á vísan að róa hvað þetta varðar enda enn langur tími til stefnu.

Hér má sjá spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga:

Á föstudag:
Norðaustan 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld við norðurströndina og á Austurlandi og hiti 4 til 10 stig þar en léttskýjað víða um landið sunnan og vestanvert og hiti 8 til 15 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt, 5-13, hvassast austast. Bjartviðri á suðvestanverðu landinu en skýjað í öðrum landshlutum og lítilsháttar súld eða rigning austantil. Hiti víða 5 til 13 stig yfir daginn, mildast syðst en líkur á vægu næturfrosti í innsveitum norðantil.

Á mánudag:
Hæg breytileg og síðar suðlæg átt. Léttir til og hlýnar norðan og austanlands en þykknar upp með rigningu suðvestantil. Hiti 8 til 14 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu S- og V-lands, en bjartviðri N- og A-lands. Hlýnandi, einkum norðantil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd