fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Upplýsingar um sjúklinga SÁÁ geymdar í bílskúr hjá einkaheimili – „Lítilsvirðing við viðkvæman hóp“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 14:25

Vík. Mynd: Ólafur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gögn um sjúklinga sem þegið hafa meðferð á meðferðarheimilinu Vík á vegum SÁÁ eru geymd í bílskúr hjá fyrrverandi dagskrárstjóra samtakanna. Eru þetta gögn um sjúklinga sem þáðu meðferð á Vík á árunum 1987 til 2017. Eru konu þar í miklum meirihluta. Morgunblaðið hefur fjallað um málið en konur hjá samtökunum Rótin fara yfir það í grein á vef Stundarinnar í dag.

Höfundar greinarinnar minna á 12. gr. laga nr 55 um sjúkraskrár en þar segir:

„Ábyrgðaraðili sjúkraskráa hverrar stofnunar og starfsstofu heilbrigðisstarfsmanna skal sjá til þess að þar sé rekið öryggiskerfi sem tryggir vernd sjúkraskrárupplýsinga sem að lágmarki uppfylli fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa“

Um 300 manns hafa þegið árlega meðferð á Vík og er því hér um mikinn fjölda sjúkragagna að ræða. Kvennameðferð var fyrst í boði á Vík árið 1995 og segir í grein Rótarinnar að áætla megi að sjúkragögn um 3-4000 kvenna og nokkru færri karla séu í „reiðuleysi í bílskúr úti í bæ“.

Í greininni segir enn fremur:

„Ein spurninganna sem vaknar er hvernig á því stendur að sjúkragögn langt aftur í tímann hafi verið geymd á Vík? Önnur er hvort farið hafi verið að ákvæðum um skyldur ábyrgðaraðila og umsjónaraðila sjúkraskráa, í reglugerð nr. 550/2015 um sjúkraskrár, á meðferðarheimilinu Vík? Það er líka spurning af hverju slík gögn eru geymd á Vík þar sem enginn læknir, hjúkrunarfræðingur eða læknaritari hafði aðsetur?“

Rótin segir að þessi meðferð sjúkragagna sé bæði óásættanleg og ólögleg. Kalla samtökin eftir frekari umfjöllun fjölmiðla og annarra aðila um málið:

„Þar sem markmið Rótarinnar eru m.a. að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði þykir okkur rétt að vekja á athygli á málinu og kalla eftir umfjöllun um þessa alvarlegu misfellu í starfi SÁÁ.“

Greinin í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“