fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Beðið með frekari leit: Yfirgnæfandi líkur á að hann hafi fallið í vatnið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2019 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið þá ákvörðun að bíða með frekari leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið útbyrðis af kajak á Þingvallavatni á laugardag.

Þetta kemur fram í skeyti sem lögreglan birti nú á tólfta tímanum.

Leit að manninum hefur engan árangur borið en mannlaus kajak og bakpoki fundist á floti á sunnanverðu vatninu við Villingavatn. Leitað hefur verið úr lofti, láði og legi en án árangurs sem fyrr segir.

„Lögreglan hefur verið í sambandi við aðstandendur mannsins sem er belgískur og hefur ekkert heyrst frá honum frá því fyrir á laugardag. Því eru yfirgnæfandi líkur á því að hann hafi siglt út á vatnið á kajaknum á laugardag og fallið útbyrðis, en strekkingsvindur hefur verið á svæðinu og aðstæður til siglinga ekki verið góðar,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þá segir lögregla að óvíst sé hvar maðurinn lagði af stað út á vatnið og því er leitarsvæðið nokkuð stórt og umfangsmikið. Búið er að sigla um vatnið allt og ganga fjörur meðfram því .

„Lögreglan hefur því tekið þá ákvörðun að bíða með frekari leit í bili en taka stöðuna aftur í fyrramálið. Kafarasveit frá sérsveit Ríkislögreglustjóra er að fara yfir möguleika á því að kafa niður að inntaki við Steingrímsstöð,“ segir enn fremur í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“