fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Handtekin fyrir að trufla störf lögreglu í morgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2019 11:26

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu í morgun en karlinn hafði áður verið stöðvaður í umferðinni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Að því er segir í skeyti lögreglu var konan handtekin fyrir afskiptasemi og truflun á störfum lögreglu í málinu en hún hafði meðal annars barið í lögreglubifreiðina og gefið svo upp rangt nafn. Báðum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Fleiri mál komu á borð lögreglu í morgun. Tilkynnt var um innbrot í vinnuskúr á byggingasvæði en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið í innbrotinu. Þá var annar ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var látinn laus eftir sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“