fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Var að taka draumskrefið í lífinu þegar faðir hans féll frá: „Hefði verið magnað að hafa hann hérna í dag“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel James, 21 árs gamall leikmaður Manchester United skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í gær. James skoraði fjórða markið í 4-0 sigri á Chelsea.

James er efnilegur piltur sem Manchester United keypti í sumar, hann kom til félagsins frá Swansea.

Þegar James var að fara að skrifa undir hjá Manchester United í sumar, þá féll faðir hans skyndilega frá.

Það varð til þess að James skrifaði seinna undir hjá United en áætlað var. Faðir hans var hans stærsta fyrirmynd, markið í gær var tileinkað honum.

,,Það hefði verið magnað að hafa hann hérna í dag, en hann er ekki með okkur. Ég tileinka honum þetta mark,“ sagði James eftir leikinn.

James skoraði í æfingaleik fyrir rúmri viku. ,,Ég skoraði sigurmarkið í Cardiff í síðustu viku, það var magnað. Að skora svo í mínum fyrsta leik, ég hefði ekki getað skrifað þetta handrit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna