fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Hraunar yfir fyrrum samherja sem var sparkað burt: ,,Myndi ekki taka við honum þó ég fengi borgað fyrir það“

Victor Pálsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glen Johnson, fyrrum leikmaður Stoke, talar alls ekki vel um fyrrum liðsfélaga sinn, Saido Berahino.

Berahino hefur verið leystur undan samningi hjá Stoke en hann stóðst aldrei væntingar hjá félaginu.

Johnson segir að hegðun Berahino hafi verið virkilega slæm og sýndi hann verkefninu lítinn áhuga.

,,Nei mér líkaði ekki við hann ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Johnson.

,,Ég hef unnið með mörgum leikmönnum sem voru ekki nógu góðir en þeir leggja hart að sér og reyna.“

,,Hann var ekki nógu góður og hann reyndi ekki neitt – það var erfitt að sætta sig við þetta. Hann var vandræðagemsi.“

,,Viðhorfið hans var rangt alveg frá fyrsta degi af einhverjum ástæðum. Ef við áttum að mæta einhvert klukkan tíu þá mætti hann tíu mínútum seinna.“

,,Það var eins og hann hefði eitthvað á móti Stoke. Það var erfitt að sætta sig við það því maður sá brot af hæfileikunum á æfingum.“

,,Ef ég væri stjóri þá myndi ég ekki taka við honum jafnvel þó ég fengi borgað fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United furðu lostnir eftir tíðindi af Onana í gær

Stuðningsmenn United furðu lostnir eftir tíðindi af Onana í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins