Robert Lewandowski, leikmaður Bayern Munchen, er pirraður en hann vill fá nýja leikmenn til félagsins.
Bayern hefur ekkert gert í glugganum í sumar en liðið missti þá Arjen Robben, Franck Ribery og James Rodriguez.
Leroy Sane er sterklega orðaður við félagið en eins og staðan er þá hefur ekkert gerst í þeim málum.
,,Ég tel að við þurfum nýja leikmenn. Við misstum þrjá sóknarmenn í Franck Ribery, Arjen Robben og James Rodriguez,“ sagði Lewandowski.
,,Til þessa þá höfum við ekkert gert til að bæta upp fyrir það. Við þurfum annan vængmann – jafnvel ef Sane kemur.“
,,Það er erfitt að spila heilt tímabil með 13-14 reynslumikla leikmenn. Þetta eru 50 eða 60 leikir á einu tímabili.“
,,Við erum með alltof fáa leikmenn til að gera það og ég er búinn að segja stjórnarformanninum og forsetanum mína skoðun.“