fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Hátt í 100 umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu yfir helgina – Ökumaður mældist á 143 kílómetra hraða

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gekk umferðin um verslunarmannahelgina ágætlega fyrir sig. Þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af hátt í eitt hundrað ökumönnum sem voru að ferðast til og frá umdæminu.

Flestir ökumennirnir voru stöðvaðir á Suðurlandsvegi vegna hraðaksturs en sá sem ók hraðast mældist á 143 kílómetra hraða á klukkustund.

Þá voru nokkrir staðnir að því að tala í símann undir stýri án þess að notast við handfrjálsan búnað. Auk þess voru tveir ökumenn teknir fyrir þær sakir að aka um á nagladekkjum.

Það sem kom lögreglunni þó mest á óvart við eftirlitið var hversu margir ökumenn voru kærulausir þegar kom að framlengdum hliðarspeglum, sem á að nota þegar verið er að draga breiða eftirvagna. Allmargir voru stöðvaðir af þeirri ástæðu og fengu tiltal fyrir. Hinir sömu voru iðulega með þessa nauðsynlegu spegla í bílnum en höfðu ekki hirt um að smella þeim á til að framlengja hliðarspeglana.

Þetta vakti nokkra furðu hjá lögreglumönnunum sem voru á vettvangi en ökumönnunum var gert að bæta úr þessu á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið