,,Ég hef einstakt lag á þessu,“ sagði Hörður Magnússon á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi frétt sem birt var um helgina.
,Enn og aftur fá fársjúkir einstaklingar hljómgrunn hér á þessu forriti. Trúlega er kominn tími að kanna sína réttarstöðu,“ skrifaði Hörður á Twitter um helgina.
Ástæðuna fyrir færslu Harðar má rekja til þess að hann birti saklausa spá um ensku úrvalsdeildina á Facebook. Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst um helgina. Hörður hefur nú fjarlægt þá færslu, eftir að um hana höfðu birst mög ljót ummæli á samfélagsmiðlum.
Hörður hefur fengið nóg: „Enn og aftur fá fársjúkir einstaklingar hljómgrunn“
Spá Harðar vakti nokkra athygli og mikil umræða skapaðist um hana, hann spáði þar Liverpool sigri í deildinni en að Manchester United myndi enda í sjöunda sæti. Þetta virðist hafa reitt marga til reiði.
,,Ég tók hana út, vegna þess að ég nennti ekki þessu veseni sem fylgdi þessu. Það verður að vera í gamni þegar maður skellir fram svona spá, ég var í góðu yfirlæti með fjölskyldunni. Maður ákveður að setja þetta inn, síðan fer maður að lesa að það eru einstaklingar sem langar að meiða mann. Og þar fram eftir götunum, svona óheppnir einstaklingar sem eru mikið að tjá sig í fjölmiðlum. Eru í hlaðvörpum og kunna ekki fótum sínum forráð. Eru duglegir að tjá sig um þennan og hinn, eru svo með skítaskot. Ég tók þetta nú bara út til að fá frið um helgina.“
Hörður ræddi málið ítarlega á Bylgjunni en sonur hans, Magnús Haukur, blandaði sér í umræðuna á Twitter.
,,Ég sá það auðvitað síðar, ég hef lagt það til með elstu börnin mín að blanda sér ekki inn í svona. Þetta blæs yfir, stundum greinilega fá menn nóg,“ sagði Hörður.
Ummæli frá Adda Eggertssyni vöktu mesta furðu Harðar, hann ætlar að leita réttar síns vegna þeirra. ,,Þetta er svo snarbrenglað Poolara eintak þessi manndjöfull, segðu mér að það sé einhver fyrir löngu búinn að skalla þetta gerpi?,“ skrifaði Arnar á Twitter.
,,Ég verð að viðurkenna það, ég hef aldrei hitt þennan einstakling. Ég veit ekki hver þetta, það hefur komið upp hjá mér í gegnum tíðina. Sumt hefur maður láta yfir sig ganga, ég er að skoða hvað maður getur gert í stöðunni,“ sagði Hörður og var spurður hvort hann myndi leita réttar síns.
,,Já, ég get ekki látið svona vera.“
Eins og fyrr segir var það spá Harðar sem vakti þessa reiði og þá sérstaklega spá hans um að Manchester United myndi enda í sjöunda sæti.
,,Greinilega, ég setti þessa spá fram á þessum tíma. Í 5.-7. sæti myndi ég setja United. Menn eru að kaupa menn á síðustu metrunum, þetta var sett fram á þeim tíma. Ég sé þá frá 5-7, ég myndi ekki telja það óeðlilega spá. Maður hefur ýmislegt látið yfir sig ganga, mín orð hafa oft virkað sem olía á eld. Hvers vegna, veit ég ekki. Hvað gengur mönnum til? Eru menn að ganga eins langt og þeir geta, á köflum er þessi vettvangur, Twitter, eins og spjallborð í gamla daga. Menn segja eitthvað sem þeir myndu sjaldan segja augliti til auglits.“
Kristján Óli Sigurðsson vakti fyrst athygli á spánni á Twitter, Hörður virðist óhress með hann og Hjörvar Hafliðason, en saman vinna þeir í Dr. Football hlaðvarpinu.
,,Einnig er einstaklingur sem fer af stað með þetta, hann afritar færsluna af Facebook. Hver sendir honum það? Það er líka álitamál, það er ekki gert með mínu samþykki. Þar er einstaklingur á ferðinni, sem fer mikinn í umfjöllun um hitt og þetta, í skjóli annars einstaklings sem er að vinna við þetta. Telur sig vera læknir fótboltans, þetta er bara ekki boðlegt. Ég er frekar þreyttur á þessu öllu saman, varðandi þessa einstaklinga. Þeir þurfa að hugsa sinn gang, það er ýmislegt sem þeir láta út úr sér sem þolir ekki dagsljósið.“
Hörður Mun ræða við lögfræðing á næstu dögum. ,,Ég hef ekki haft tíma til þess, ég mun gera það. Alveg klárlega.“