Christian Eriksen miðjumaður Tottenham hefur ekki nógu mikinn áhuga á að ganga í raðir Manchester United, svo félagið haldi áfram að ræða við Tottenham.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United vill ekki fá leikmenn sem koma aðeins vegna peninga.
Sú stefna hefur komið sér illa við félagið síðustu ár, United hafði rætt við Tottenham frá því í síðustu viku.
Nú greina allir virtustu blaðamenn Englands frá því að United ætli ekki með málið lengra, félagið telur að Eriksen vilji til Spánar.
Sagt er að Ole Gunnar Solskjær sé sáttur með hóp sinn og að United kaupi líklega ekkert áður en glugginn lokar á morgun.