Rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn Toni Morrison er látin, 88 ára að aldri. Þetta staðfestir útgefandi hennar á Twitter.
Toni vann Pulitzer-verðlaunin árið 1987 fyrir bókina Beloved og árið 1993 fékk hún bókmenntaverðlaun Nóbels og varð þar með fyrsta svarta konan til að hljóta verðlaunin. Árið 2012 veitti Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti henni svo Frelsisorðu Bandaríkjaforseta.
Helsta umfjöllunarefni Toni var líf blökkumanna í Bandaríkjunum, en á meðal hennar þekktustu verka voru bækurnar Song of Solomon, Beloved, The Bluest Eye og Jazz.