fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Ragnar Erling stofnar sameiningarafl og boðar til fjöldafundar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Erling Hermannsson hefur stofnað sameiningaraflið Að Rótunum sem hefur það að markmiði að bjóða upp á nýtt tímabil í sögu Íslands. „Við ætlum okkur að bjóða fram sameiningarafl til Alþingis þar sem valdinu verður komið til fólksins,“ segir Ragnar í fréttatilkynningu.

Hreyfingin hefur meðal annars að markmiði að koma á nýrri stjórnarskrá. Samstöðufundurinn verður haldinn á Austurvelli næstkomandi föstudag milli kl. 18 og 20. Í fréttatilkynningunni segir annars:

Að Rótunum er nýtt sameiningarafl (áður stjórnmálaafl) sem hefur það eitt markmið að bjóða fram nýtt tímabil í sögu Íslands. Við ætlum okkur að bjóða fram sameiningarafl til Alþingis þar sem valdinu verður komið til fólksins.

Í fyrsta sinn í sögu lýðveldis mun fólkið í landinu móta stefnuskrá ( ekki flokkur ) aflsins, ´´ kosningaloforð ´´ og mun almenningur fá aðgang að kosningakerfi þar sem það fær að taka beinan þátt í  vali á þeim fulltrúum sem það treystir til að meðhöndla viðkvæmustu hagsmuni þess, og fjarlægja þá þaðan ef óánægja ríkir.

Það er tvennt sem við munum ekki víkja frá :

1) Við munum ekki vinna með núverandi kerfi þar sem það var hannað á aðeins einn hátt – með græðgi og völd í huga og munum því reisa nýtt kerfi frá grunni ( skóla, heilbrigðis, trygginga osfrv. ) með beinni aðkomu almennings.

2) Koma nýrri stjórnarskrá Íslands á, sem fólkið hefur þegar lýst yfirgnæfandi vilja til að fá í gagnið. Þar er að finna réttlæti eins og náttúruauðlindir eigi að renna óskiptar í kerfið svo það virki á þann hátt að gagnast öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“