
Lögreglunni á Suðurlandi barst klukkan 10:23 í morgun tilkynning um umferðarslys á Þjórsárdalsvegi.Bíl hafði verið ekið aftan á annan bíl og voru sex fluttir með sjúkrabílum til aðhlynninga á sjúkrahús, þar af þrír á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi og þrír á Heilbrigðisstofnun Suðurland. Ekki er talið að um alvarleg meiðsli sé að ræða.
Loka þurfti Þjórsárdalsvegi um tíma en umferð hefur verið hleypt á veginn aftur.
Málið er í rannsókn og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.