Manchester United er að reyna að fá Christian Eriksen frá Tottenham. Þessu heldur Daily Mail fram.
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á fimmtudag og því þarf United að hafa hraðar hendur.
Tottenham gæti neyðst til að selja Eriksen, hann vill fara og neitar að skrifa undir nýjan samning.
Eriksen er 27 ára gamall en Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Eriksen sé efstur á lista United, og að Eriksen sé vongóður um að þetta gangi eftir.
Líklegt er að Eriksen kosti 50-60 milljónir punda.