fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Elsa í sjokki yfir skeytingarleysi Íslendinga eftir að bíll hennar bilaði í Kömbunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. ágúst 2019 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsa Valdís Írisardóttir hvetur Íslendinga til að vera vakandi og örlítið hjálpsamari í umferðinni, en hún lenti í því óláni að bíll hennar bilaði í Kömbunum og enginn gaf sér tíma til að aðstoða hana.

Þetta skrifar hún í opinni færslu á Facebook.

„Varð fyrir því óláni að bíllinn minn bilaði á mjög svo fljótförnum vegi (Kömbunum), var heppin að ná bílnum út í kant en bíllinn var þó ennþá hálfur út á veginum.“

Þar beið Elsa drykklanga stund og á meðan keyrði fjöldi bíla framhjá henni án þess að hægja á sér, og án þess að bjóða fram aðstoð.

„Engum datt í hug að stoppa þó svo ég stæði grenjandi úr stressi um að einhver af þessum bílnum myndi enda á okkur og veifaði og veifaði eftir aðstoð. Fólk veifaði til baka og aðrir flautuðu á mig líkt og ég væri að þessu að gamni mínu.“

Elsa Valdís segist vera í sjokki eftir atvikið. En þó fór allt vel að lokum. Hún fékk aðstoð lögreglumanns sem sagðist sjálfum blöskra ökulag margra.

Svo aðstoðaði lögregla Elsu og tvö ung börn hennar að húkka sér far.

„Ég bara get ekki setið á mér, ég er svo hissa. Endilega deilið og verum meira vakandi og örlítið hjálpsamari í umferðinni. Tala nú ekki um á svona vegum landsins og bara alltaf.“

Færslu Elsu má lesa í heild sinni hér að neðan

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið