Björgunarsveitirnar eru komnar til mannsins sem fótbrotnaði á Fimmvörðuhálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu.
„Rétt fyrir sex kom fyrsti hópur björgunarfólks á vettvang ásamt lækni, sá hópur hafði keyrt langleiðina upp á Fimmvörðuháls en kom gangandi um tveggja kílómetra leið að slasaða manninum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hóp björgunarfólks í Fljótshlíð og lenti á Morrinsheiði og eru fólkið á leiðinni á vettvang ásamt þyrlulækni fótgangangi.“
Samkvæmt tilkynningu eru næstu skref að verkjastilla manninn og skipuleggja flutninga á honum. Verður það gert annað hvort með þyrlu eða sexhljólum.