fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 5. ágúst 2019 16:56

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns sem hafði slasast á fæti á Fimmvörðuhálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

„Nærstaddir heilbrigðisstarfsmenn eru komnir að manninum og hlúa að honum. Á meðan heldur björgunarsveitarfólk akandi upp á hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning, verður hann fluttur annað hvort með bíl eða með þyrlu. Þoka er á slysstað og því óvíst hvor leiðin verður farin.“

Björgunarsveitin var einnig kölluð út í dag vegna konu sem hafði komið sér í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn.

„Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram.“

Lögreglan óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar við umferðastjórnun í Strákagögnum þar sem hafði myndast mikill umferðarhnútur.

„Um klukkan hálf þrjú óskaði lögreglan á norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Þegar björgunarsveitarfólk mætti að göngunum var allt stopp vegna mikillar umferðar. Nú um klukkutíma síðar er flækjan að leysast að sögn björgunarsveitarmanna á staðnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“