fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Svala að jafna sig eftir veikindin – „Hún er ferleg, ég sagði henni að vera heima“ segir Björgvin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 11:48

Svala Björgvinsdóttir. Mynd: Saga Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að ónæmiskerfi tónlistarkonunnar Svölu Björgvinsdóttur hafi hafnað mat sem hún fékk í gær en hún er með sveppaofnæmi. Þetta er þó ekki fullsannað. DV náði sambandi við Björgvin Halldórsson, söngvarann landskunna og föður Svölu, en hann er við veiði í Eystri-Rangá. Í gær leið yfir Svölu er hún ætla að stíga á svið á Ráðhústorginu á Akureyri og koma fram á hátíðinni Ein með öllu.

Í þessum skrifuðu orðum er Svala sofandi en hún er að safna kröftum fyrir kvöldið þar sem hún ætlar til Vestmannaeyja og skemmta á Þjóðhátíð þar. „Hún er alveg ferleg. Ég sagði henni að vera heima. Það er ofkeyrsla á þessum krökkum í dag. Fljúga, keyra, út um allt. Hún er búin að vera á Innipúkanum, Útipúkanum, Akureyri  og út um allt,“ segir Björgvin sem telur að dóttir sín mætti hlífa sér örlítið meira í tónleikahaldinu.

Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson.

„Hún er skárri í dag,“ sagði Björgvin, aðspurður hvort Svala væri að ná sér. „Það kemur í ljós hve vel hún nær sér. Hún er að leggja sig núna. En þetta voru hugsanlega viðbrögð ónæmiskerfisins við einhverju sem hún borðaði. Ég er að veiða hérna í Eystri-Rangá, ég var í vondu símasambandi í gær,“ sagði Björgvin en þá fékk hann tíðindi af því sem hafði komið fyrir dóttur hans á Akureyri.

DV sendir Svölu innilegar batakveðjur og talar þar án efa fyrir munn fjölmargra aðdáenda hennar.

Sjá einnig:

Leið yfir Svölu og hún varð að hætta við tónleika á Ráðhústorginu

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim