Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu tæplega 70 mál inn á borð hennar frá kl. 17 í gær til 5 í morgun. Helstu verkefni voru vegna ölvunar, óláta og slagsmála ásamt því að nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs. Sex manns gistu fangaklefa eftir nóttina.
Í Kópavogi var maður handtekinn í nótt grunaður um stórfellda líkamsárás. Þolandi árásarinnar var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Maður í hverfi 111 var einnig handtekinn vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa.
Þá var kona handtekin eftir umferðaróhapp þar sem hún var undir áhrifum áfengis og neitaði sýnatöku lögreglu.