Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þessa þjóðhátíðarhelgi. Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar og gistu þrír menn fangaklefa vegna þeirra. Áverkar vegna árásanna voru minniháttar.
Alls gistu sex fangageymslur, þar af tveir vegna ölvunar og óspekta og einn vegna gruns um sölu á fíkniefnum.
10 fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða.