fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Höfðar dómsmál gegn manninum sem hann telur vera föður sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. ágúst 2019 11:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

51 árs gamall maður, Páll Andrés Lárusson, hefur höfðað dómsmál gegn manninum sem hann telur vera föður sinn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að manninum beri að láta af hendi lífsýni svo unnt sé að sannreyna faðernið. Þetta kemur fram í Mannlífi þar sem rætt er við Pál Andrés.

Páll Andrés komst að því fyrir áratug að maðurinn sem skráður var faðir hans, Lárus, er ekki líffræðilegur faðir hans. Var það auðsótt mál að fá Lárus þennan til að veita lífsýni til DNA-rannsóknar. Móðir Páls Andrésar átti náinn kynni við tvo menn í mánuðinum sem hann var getinn. Því telur Páll Andrés fullvíst að hinn maðurinn sé faðir hans. Sá hefur hins vegar neitað að láta af hendi lífsýni og neitað allri samvinnu í málinu. Um þetta segir Páll Andrés:

„Ef hann telur að hann sé ekki faðir minn þá væri langauðveldast að fara í DNA-próf til að sanna það.“

Hefur Páll Andrés reynt að hafa samband við meintan föður sinn en án árangurs og vill maðurinn ekkert við hann tala. Hefur hann áfrýjað þeirri niðurstöðu Héraðsdóms að hann beri að láta af hendi lífsýni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim