Hæstaréttarlögmaðurinn Valgarð Briem lést á Landspítalanum á miðvikudaginn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá uppkomna syni.
Valgarð var fyrstur Íslendinga til að aka bíl frá hægri yfir á vinstri akrein fyrir 51 ári síðan þegar skipt var yfir í hægri umferð hér á landi.
Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1950. Hann starfaði sem lögfræðingur Bæjarútgerðar Reykjavíkur árin 1951-1959 og var framkvæmdastjóri umferðarnefndar Reykjavíkur frá 1955 til 1959. Hann var forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar 1959-1966 og hóf síðan rekstur lögmannsstofu þar sem hann starfaði til 1996.
Hann var virkur í stjórnmálastarfi og var mikill Sjálfstæðismaður. Hann var meðal annar formaður Vöku á háskólaárum sínum, formaður Nes- og Melahverfi 1969-1971, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1972 og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1974-1982.
Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1975.
DV vottar aðstandendum sínar dýpstu samúð.