Bæjarstarfsmönnum Seltjarnarnesbæjar var tilkynnt í dag að þeir væru að vinna sinn seinasta vinnudag í sumar. Þetta staðfestir Gísli Hermannsson sviðstjóri umhverfissviðs Seltjarnarnes í samtali við blaðamann DV.
Fréttirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlinum Twitter í dag, en þar tilkynnti einn notanda miðilsins frá þessu.
„Seltjarnarnes bær ákvað bara í alvörunni að tilkynna bæjarstarfsmönnum sem eru sumarstarfsmenn að þetta yrði seinasti dagurinn þeirra í dag. Enginn fyrirvari. Áttu að vinna til lok ágúst. Hræðilegt fyrir unga námsmenn.“
Seltjarnarnes bær ákvað bara í alvörunni að tilkynna bæjarstarfsmönnum sem eru sumarstarfsmenn að þetta yrði seinasti dagurinn þeirra í dag.
Enginn fyrirvari. Áttu að vinna til lok ágúst. Hræðilegt fyrir unga námsmenn.— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) August 2, 2019
Gísli Hermannsson viðurkennir að málið sé afar leiðinlegt og segir það sín mistök að starfsmennirnir hafi ekki fengið lengri frest. Samkvæmt honum voru starfsmennirnir sex eða sjö.
Gísli tekur þó fram að starfsmennirnir hafi unnið lengur en ráðningarsamningur gaf til kynna og að vanin sé að fækka starfsmönnum fyrir verslunarmannahelgi.
„Það hefur engin komið og kvartað við mig“ segir Gísli sem finnst málið þó leiðinlegt og segir að um mannleg mistök séu að ræða.