fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Klaustursmenn saka forsætisnefnd um að refsa þolendum: „Hafa mátt þola grimmilegri refsingu en er heimilt í nútímasamfélagi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bréfi þingmanna Miðflokksins til forsætisnefndar vegna Klaustursmálsins er því haldið fram að löggjafinn sé viljandi að refsa þolendum alvarlegs glæps. Með niðurstöðu sinni sé forsætisnefnd að skapa fordæmi fyrir því að löggjafinn geti nýtt lögbrot í þágu pólitískra markmiða.

„Þolendur afbrotsins sem málatilbúnaður byggir á, vinir þeirra og vandamenn, hafa þegar mátt þola grimmilegri refsingu en heimiluð er í nútímasamfélagi.“

Undir bréfið skrifa þingmennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Í bréfinu er málsmeðferð siða- og forsætisnefndar harðlega gagnrýnd og látið að því liggja að málsmeðferðin einkennist af annarlegum sjónarmiðum gagngert til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.

„Að hálfu hlutaðeigandi var Alþingi Íslendinga í raun sett í sama hlutverk og öryggislögregla í ógnastjórnarríkjum með því að reyna að finna í illa fenginni upptöku af einkasamtali tækifæri á að koma pólitísku höggi á andstæðinga“

Með málsmeðferð þessari sé Klaustursmönnum, sem þolendum afbrots, refsað grimmilega. Sérstaklega er gagnrýnt refsing Gunnar Braga og Bergþórs þar sem þeir hafi í téðu samtali greint frá erfiðri lífsreynslu sem nú sé notuð gegn þeim.

„Ekki er aðeins leitast við að refsa þolendum alvarlegs afbrots heldur einnig að refsa mönnum fyrir að hafa í einkasamtali sagt frá áreitni sem þeir urðu fyrir. Þannig er leitast við að refsa þolendum tvöfalds brots.“

„Mál þetta allt vekur óhug af fjölmörgum ástæðum. Með því er leitast við að refsa þolendum glæps. Það er rekið áfram af pólitískum andstæðingum þeirra sem fyrir urðu og löggjafarsamkoman notuð í þeim tilgangi[…] Skaðinn fyrir okkur og fjölskyldur okkar er mikill en verst er að þeir sem fara með vald skuli hafa leitast við að misnota það með svo alvarlegum hætti. Við verðum að vona að slíkt sé ekki til marks um það sem koma skal í íslensku samfélagi.“

 

Eins og áður hefur komið fram í dag var niðurstaða forsætisnefndar sú að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hafi gerst brotlegir við siðareglur Alþingis með niðrandi ummælum um konur sem viðhöfð voru á Klausturbar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim