fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

135 manns strandaglópar í þrjá daga eftir bilun í vél easyJet

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 15:30

Mynd: Mati Milstein/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

135 manns eru strandaglópar eftir að hafa bókað flug með easyJet frá Jersey til til Newcastle.

Flugvélin átti að fara af stað á þriðjudaginn klukkan hálffjögur svo fólkið hefur verið fast í Jersey í tæplega þrjá daga.

Dawn Parkin, einn af farþegunum ræddi við The Independent vegna málsins.

„Fluginu var seinkað eftir að við biðum í sex klukkutíma á meðan vélamaður reyndi að laga vélina. Þá vorum við send á hótel og látin koma aftur í gær bara til þess að ganga aftur í gegnum nákvæmlega það sama og gerðist daginn áður. Við biðum í marga klukkutíma á flugvellinum og fengum engar upplýsingar um málið.“

Flugfélagið sagði við farþegana í gær að það væri bið eftir varahlutum í flugvélina og þess vegna gæti vélin ekki farið af stað.

Farþegunum var sagt að mæta í dag til að fljúga með annarri flugvél.

„Okkur var sagt að mæta í dag til að fljúga með annarri vél en þegar við mættum sáum við að þetta væri sama vél. Við settumst upp í vélina og aftur kom upp þessi sama bilun, þrátt fyrir að vélamaðurinn hafi sagt að þetta væri komið í lag.“

Enginn frá easyJet hefur haft samband við farþegana eftir þetta til að bjarga málunum og koma þeim heim.

„Þau sögðu okkur bara að það væri verið að reyna að laga vélina aftur.“

Á hádegi í dag kom síðan tilkynning á netinu til farþeganna frá easyJet.

„Við biðjumst afsökunar á frekari töfum sem þið þurfið að ganga í gegnum í dag. Við erum að fá aðra vél hingað til að sjá um flugið ykkar.“

Samkvæmt evrópskum reglum um flugfarþega eiga allir farþegarnir rétt á að minnsta kosti 34 þúsund krónum í skaðabætur. 

Þar sem flugið hefur haft þrjú mismunandi númer er hægt að færa rök fyrir því að farþegarnir eigi rétt á þrefaldum skaðabótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim