Marín Manda Magnúsdóttir er í mikilli hreiðurgerð þessa dagana en hún á von á sínu þriðja barni síðar í mánuðinum með Hannesi Frímanni Hrólfssyni. Parið þykir með þeim glæsilegustu en Hannes starfar sem framkvæmdastjóri eignarstýringar hjá Kviku. Undir þessa fallegu mynd skrifar hún: „Pakka pínulitlum krúttlegum fötum í tösku – stundum finnst mér óraunverulegt að það sé að koma baby mjög fljótlega. Það eru nefnilega rúm 11 ár síðan síðasta gull kom í heiminn. Hlökkum öll svo mikið til að sjá hana.“