Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir birti þessa fallegu mynd af nýfæddum syni sínum ásamt systur sinni, Margréti Lilju, þriggja ára. Undir myndina skrifar hún Pure Love, eða sönn ást og uppsker mikil viðbrögð enda börnin bæði fögur eins og þau hafa kyn til. Jóhanna Guðrún giftist eiginmanni sínum, Davíð Sigurgeirssyni, sem einnig starfar við tónlist, í september á síðasta ári en sonur þeirra kom í heiminn 19. júní síðastliðinn.