fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Hjólaði fyrir bíl í Kópavogi – „Þetta er svaka­legt mynd­band“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt mynd­band af hjól­reiðamanni að verða fyrir bíl á Íslandi hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum Imgur.

Í myndbandinu má sjá mann verða fyrir bíl eftir að hafa komið á hraðferð inn á Urðarbraut í Kópa­vogi. Lög­regla segir að meiðsli manns­ins séu minni hátt­ar en maður­inn var án reiðhjóla­hjálms.

„Við höf­um þetta mál til rann­sókn­ar og höf­um séð þetta mynd­band. Þarna var um ógæti­leg­an akst­ur að ræða, hann kem­ur bara í gegn­um runna og inn á göt­una og upp á bíl­inn.“

sagði Heim­ir Rík­h­arðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni í Kópa­vogi, í samtali við MBL um málið.

„Þetta er svaka­legt mynd­band. Fyrst þegar ég sá þetta hrökk ég í kút. Við höf­um farið og skoðað vett­vang og hann sem sagt kem­ur á fleygi­ferð niður brekku og nær þannig hraða að hann ætl­ar bara að stökkva inn á göt­una. Hann taldi að það væri eng­inn bíll.“  

Slysið er vikugamalt en Heim­ir seg­ir að hjólreiðamaðurinn hafa farið yfir Rút­stúnið og því næst á milli tveggja runna áður en hann skaust inn á Urðarbrautina.

„Hjólið og bíll­inn skemmd­ust og hann var ekki með reiðhjóla­hjálm og kvartaði yfir eymsl­um“

Maðurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka.

Suddenly – contusions

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Í gær

Heiðrún: Kemur þú auga á svikin? „Of oft erum við sjálf veikasti hlekkurinn“

Heiðrún: Kemur þú auga á svikin? „Of oft erum við sjálf veikasti hlekkurinn“
Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Í gær

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi