fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners tekur til starfa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 17:31

Lárus Sigurður Lárusson, Sævar Þór Jónsson og Sveinn Ævar Sveinsson á nýju lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners á Köllunarklettsvegi 2 í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný lögmannsstofa hefur tekið til starfa á Köllunarklettsvegi 2 í Reykjavík undir heitinu Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners. Lögmennirnir Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson eru meðal eigenda. Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði lögfræði. Auk Sævars og Lárusar starfar Sveinn Ævar Sveinsson hjá nýju lögmannsstofunni sem mun síðan bæta við sig lögmönnum á næstunni.

Sævar Þór Jónsson hefur meira en áratuga reynslu í lögmennsku. Hann starfaði áður hjá Lögmönnum Sundagörðum í sex ár auk þess að vera einn af stofnendum stofunnar ásamt Hlyni Ingasyni lögmanni. Þar áður starfaði Sævar sem deildarstjóri á eftirlitsdeild skattstjórans í Reykjavík. Í störfum sínum sem lögmaður hefur Sævar komið að fjölbreyttum verkefnum á hinum ýmsum sviðum lögfræðinnar. Sævar hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og tekið þátt í stjórnun og uppbyggingu þeirra ásamt því að sinna ráðgjafastörfum fyrir bæði erlenda og innlenda fjárfesta. Sævar var einn af stofnendum og eigendum Lotus Car Rental og sat í stjórn fyrirtækisins og tók virkan þátt í uppbygginu þess til ársins 2016 þegar hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Þá situr Sævar í stjórn Ajtel Iceland en fyritækið starfar á sviði sjávarútvegs og sérhæfir sig í sölu sjávarafurða til Evrópu.  Sævar átti einnig sæti í úrskurðarnefnd vátryggingarmála frá árinu 2010 til 2018. Á árunum 2017 til 2018 sat Sævar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.  Þá hefur Sævar sinnt ráðgjafarstarfi á sviði skattlagningu í ólíuvinnslu hér heima og erlendis. Hann hefur sinnt kennslu á sviði skattaréttar. Sævar er einnig löggiltur fasteignasali og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og Babson College í Boston, Bandaríkjunum.

Lárus Sigurður Lárusson starfaði ásamt Sævari hjá Lögmönnum Sundagörðum á þriðja ár en áður vann hann sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu í rúm fimm ár áður en hann fór að leggja stund á lögmennsku. Þar áður var hann lögfræðingur hjá Persónuvernd. Lárus starfaði sem lögfræðingur hjá ríkinu í meira en áratug og hefur því mikla reynslu og þekkingu á stjórnsýslurétti fyrir utan þau réttarsvið sem hann starfaði á, samkeppnisrétti og persónuupplýsingarétti. Hann situr í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og er varaformaður stjórnar. Hann situr einnig í stjórn um heiðuslaun listamanna og er varamaður í stjórn listamannlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi