fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Úlfúð í Vestmannaeyjum – „Ég mun skera þig og móður þína og fjölskylduna þína“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 15:15

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ákærir mann fyrir líkamsárásir, hótanir, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Frá þessu er greint í lögbirtingablaðinu.

Í ákæru segir að maðurinn hafi þann 18. febrúar 2018 ráðist á tvo menn á skemmtistaðnum Lundanum, með því að veita olnbogahögg, slá utan undir og taka hálstaki.

Þremur mánuðum síðar á maðurinn að hafa aftur ráðist á tvo menn og það á sama skemmtistað. Þeir menn voru slegnir, annar þeirra með hnefahöggum í líkama og andlit.

Sá ákærði var handtekinn ásamt öðru fórnarlambanna og þeim komið fyrir í lögreglubíl. Þar á sá ákærði að hafa hótað fórnarlambinu á ansi alvarlegan hátt. Þetta segir meðal annars í hótununum, en í ákærunni kemur fram að hótanirnar séu þýddar.

„Þú ert í djúpum skít tíkin þín, í djúpum skít tíkin þín, þú átt eftir að sjá það hóra,“

„Ég sker þig og fjölskyldu þína, þú sérð það tíkin, hóran þín,“

„Þú ert búin að vera, þú ert í djúpum skít, tíkin frá Nowa Ruda.“

„Ég mun skera þig og móður þína og fjölskylduna þína,“

Einnig eiga að hafa fundist hátt í 100 grömm af marijúana í vörslum þess ákærða er hann kom til Vestmannaeyja þann 23. febrúar og nokkrum dögum síðar tekin á bifreið fyrir akstur undir áhrifum vímuefna.

Þar að auki er maðurinn ákærður fyrir að brjóta á nálgunarbanni með því að hafa ítrekað sent skilaboð og hringt í ákveðin aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Í gær

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Í gær

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur