fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Ók á heimilislausan öryrkja á Hringbraut og gekk svo í skrokk á honum – „Hann kemur  út úr bílnum og hleypur á eftir mér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 11:59

Myndin er samsett og tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á heimilislausan hjólreiðamann á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs í gær. Maðurinn heitir Geir Júlíus Harrysson og var á leið sinni í Sorpu með flöskur þegar ekið var á hann.

Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær.

„Ég er kófsveittur og búinn að vera í klukkutíma að tína upp allar flöskurnar,“ sagði Geir í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.

Bíll hafnaði á Geir með þeim afleiðingum að hann hentist af hjóli sínu og kenndi sér meins í rófubeini. Flöskurnar sem hann hafði meðferðis dreifðust um alla götuna og margar brotnuðu. Ökumaðurinn ætlaði að aka af vettvangi, en Geir kastaði flösku í bílinn og braut afturrúðuna. Ökumaðurinn brást ókvæða við, bakkaði bíl sínum á hjól Geirs og steig svo út úr bílnum. „Hann kemur  út úr bílnum og hleypur á eftir mér. Svo tekur hann mig með löggutaki, stór og sterkur maður. Hann fór að kýla mig í rifbeinin og hélt mér með taki,“ sagði Geir.

Sjónarvottar gengu á milli Geirs og ökumannsins og héldu þeim síðarnefnda á meðan beðið var eftir lögreglu.

„Þarna voru komin fullt af vitnum sem tóku hann af mér. Þá áttaði hann sig á því hvað hann væri að gera,“ sagði Geir sem segist ekki vilja kæra manninn. „Hann borgaði mér tvö þúsund kall og ég fékk fjögur þúsund fyrir flöskurnar. Ég lifi af í dag.“

Geir hefur verið heimilislaus síðan í mars er hann missti íbúðina sína. Hann er öryrki og tveggja barna faðir. Hann greindi frá því að hann fyndi töluvert til í rófubeininu eftir áreksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Í gær

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Í gær

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur