Gareth Bale ferðaðist ekki með Real Madrid til Þýskalands því honum líður ekki nógu vel þessa stundina.
Þetta segir Zinedine Zidane, stjóri Real en Bale var ekki í leikmannahópnum í leik gegn Tottenham í gær.
Bale reynir mikið að komast burt þessa stundina en hann er ekki í myndinni hjá Zidane hjá Real.
Það er alveg ljóst að Zidane var að ljúga að fjölmiðlum og að Bale hafi einfaldlega ekki viljað fara með.
,,Bale ferðaðist ekki með okkur því honum leið ekki vel,“ sagði Zidane við blaðamenn.
,,Eftir að hafa rætt við læknana þá var ákveðið að hann myndi æfa í Madríd. Það er ákvörðun sem við tókum saman.“