Roberto Firmino er mættur aftur til æfinga hjá Liverpool en hann hefur verið í sumarfríi.
Firmino spilaði langt tímabil með Liverpool og fór svo beint á Copa America mótið með Brasilíu.,
Firmino fékk sér nýtt húðflúr á meðan hann var í sumarfríi og eru stuðningsmenn Liverpool afar hrifnir af því.
Þar má sjá bikarinn sem Liverpool vann í júní en félagið vann þá Meistaradeildina í fyrsta sinn í 14 ár.
Firmino var hluti af liðinu sem vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum í Madríd.
Hér má sjá húðflúrið.