fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Nakinn maður á ferli í miðbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson, Auður Ösp
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviknakinn maður gekk eftir Vonarstræti síðdegis í dag og fór inn í Ráðhús Reykjavíkur við Tjarnargötu. Bílstjóri sem var á ferð í götunni sendi DV mynd af atvikinu. Maðurinn er nánast óþekkjanlegur á mynd bílstjórans en til að tryggja að enginn beri kennsl á hann höfum við átt við myndina fyrir birtingu.

Að sögn bílstjórans komu þrír lögreglubílar á fleygiferð og með blikkandi ljós eftir Lækjargötu í kjölfar atviksins. Bílstjóranum þykir líklegt að það tengist nakta manninum þó ekki sé það staðfest. Nakti maðurinn var einn á ferð.

Mikil hlýindi eru í höfuðborginni þessa dagana og hafa margir fækkað fötum. Þarna er þó líklega gengið of langt enda telja sumir að full nekt á almannafæri geti sært blygðunarkennd annarra. Ekkert ákvæði í hegningarlögum leggur þó blátt bann við nekt á almannafæri. Í 209. grein almennra hegningarlaga er hins vegar að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til þess að brotið yrði fellt undir þetta ákvæði. Hins vegar er í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga að finna ákvæði um bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið undir það. Það er þó engan veginn óvéfengjanlegt að nekt á almannafæri sé bönnuð samkvæmt lögreglusamþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi