fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Íslenskur tónlistarmaður bannaður í norska ríkisútvarpinu – „Virðist hafa farið illa í einhvern heittrúaðan“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lag eftir norsk-íslenska rapparann Per Áka Sigurdsson Kvikne, sem gengur undir listamannsnafninu Kjartan Lauritzen, hefur verið bannað í norska ríkisútvarpinu. Nánar tiltekið NRK í Hordaland. Lagið, Fredag, ku vera of dónalegt fyrir Norðmenn.

Heimildir DV herma að maður sem sagðist tala fyrir hönd sannkristinna Norðmanna hafi kvartað ítrekað yfir laginu og hafi það því verið tekið úr umferð. Lagið er þó ekki nýtt og hefur verið í spilinu í ríflega tvö ár. Lagið, sem er á norsku, má heyra hér fyrir neðan.

Blaðamaður DV hafði samband við móður Áka, Maríu Ragnarsdóttur Kvikne sem sagði að málið væri voða furðulegt þar sem lagið væri búið að vera vinsælt núna í nokkur ár, en lagið varð vinsælt í sjónvarpsþáttunum Skam.

„Lagið var spilað í norska ríkisútvarðinu í morgun og virðist hafa farið illa í einhvern heittrúaðan, það er mikið af þannig fólki í Noregi,“

„Lagið snýst um að það sé að koma föstudagur og spennuna sem fylgir því. Það sem á að vera svona dónalegt í laginu er að hann segir að sig klæji í klofið. Hann segir líka að hann sé með stelpu í fanginu sem er ekki í skyrtu“ segir María

„Svo var einhver prófessor í guðfræði sem móðgast eitthvað og skrifar til útvarpstöðvarinnar og yfirmaður útvarpstöðvarinar lreggur sig alveg flata og biðst afsökunar og segir að stöðin muni ekki spila það aftur,“

María asegir að málið sé áhugavert í umræðuna um málfrelsi, að hlutir sem túlka megi sem dmá dónalega séu bara ritskoðaðir og bannaðir.

„Hann syngur aðallega um að vera góður og glaður, er líka mjög góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Hann er bara hann sjálfur, ekkert stælar eða sixpack,“

Kjartan ætti að vera íslenskum rappunnendum að góðu kunnur en hann til að mynda söng í Hvítur tígur með Úlfi Úlfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“