Lögreglu barst tilkynning um fótgangandi mann í miðborginni sem sveiflaði hníf sem hann hafði í hendi sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla brást hratt við, sendu lögregluþjóna á vettvang þar sem maðurinn fannst eftir skamma leit, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.
Lögregla var einni kölluð út vegna innbrots í bifreið og fyrirtæki í Hafnarfirði. Ýmsum verðmætum var stolið, þar á meðal fartölvu.