Launahæstu leikmenn Pepsi Max-deildar karla eru með yfir 3,6 milljónir króna á mánuði samkvæmt leikmannasamtökunum.
Laun í efstu deild karla hafa hækkað undanfarin ár en meðallaun eru á milli 240 til 485 þúsund á mánuði miðað við þessa könnun.
Samkvæmt tölum leikmannasamtakana eru þrír leikmenn í efstu deild með yfir 3,6 milljónir króna á mánuði.
Það eru launatölur sem margir velta fyrir sér en tveir leikmenn eru þá einnig með laun á bilinu 1,8 milljónir til 3,6 milljónir á mánuði.
Efsta deild karla hér á landi er ekki þekkt sem atvinnumennska en samkvæmt þessari niðurstöðu eru ófáir sem fá vel yfir meðallaun fyrir að spila knattspyrnu.
Flestir leikmenn segjast vera með laun frá 240 til 485 þúsund á viku og næst flestir fá um 121 þúsund til 242 þúsund.
Það eru þó margir sem trúa því ekki að leikmenn séu að fá eins há laun og greint er frá.
Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur og fyrrum knattspyrnumaður, á meðal þeirra sem kaupa ekki þessa rannsókn leikmannasamtakanna.
Ef einhver leikmaður í Pepsi Max deildinni er með 3,6 á mánuði skal ég bjóða 50 útvöldum sem likae þetta í viku ferð til Ibiza í Október.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) 30 July 2019