N’Golo Kante er einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann leikur með Chelsea.
Kante er 28 ára gamall miðjumaður en hann kom til Englands frá Caen í Frakklandi árið 2015.
Hann samdi fyrst við Leicester City og vann deildina með félaginu áður en Chelsea fékk hann í sínar raðir.
Dennis Abbott, stuðningsmaður Middlesbrough, sagði félaginu að kaupa Kante árið 2013.
Abbott sagði Boro að skoða miðjumanninn áður en Arsene Wenger myndi taka hann til Arsenal.
,,Ég lét njósnarana vita, takk Dennis,“ svaraði Boro á Twitter en útlit er fyrir að það hafi ekki reynst rétt.
@Boro scouts: tell Tony #Mowbray to check out #Caen midfielder Ngolo #Kante before #Wenger gets him. Top top player
— Dennis Abbott (@DennisAbbott) 19 August 2013