Eden Hazard er ekki langt frá því að vera eins góður og Lionel Messi, ,leikmaður Barcelona.
Þetta segir Samuel Eto’o, fyrrum leikmaður Börsunga en Hazard gekk í raðir Real Madrid í sumar.
Eto’o spilaði með Hazard í eitt tímabil hjá Chelsea og þekkir belgíska leikmanninn vel.
,,Hazard þarf að vinna Ballon d’Or. Hann hefur ekki fengið það sem hann á skilið,“ sagði Eto’o.
,,Nú er hann hjá einu besta félagi heims og allir fylgjast með honum. Hann er nálægt Messi. Ég vona að hann mæti Barcelona þegar hann er ekki 100 prósent heill.“