fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

„Það er eitthvað að í samfélagi sem þarf að treysta á frjáls félagasamtök til að gefa fólki að borða“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. júlí 2019 13:27

Kolbrún Baldursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað að í samfélagi sem þarf að treysta á frjáls félagasamtök til að gefa fólki að borða. Staða íslenska hagkerfisins er sögð góð en engu að síður er stór hópur sem verður að treysta á frjáls félagasamtök til að fá grunnþröfum sínum fullnægt eins og að fá að borða. Hver er eiginlega ábyrgð stjórnvalda gagnvart þeim sem minnst mega sín í samfélaginu?“

Þetta segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokk fólksins, á Facebook en hún vitnar í frétt Fréttablaðsins um að lokað sé bæði hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp langt fram í ágúst. Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook, segir stöðuna hræðilega.

„Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði. Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ er haft eftir Áslaugu. Að hennar sögn vanti flestum mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé í fyrsta skipti sem lokað sé um sumarið. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst. Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi