fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir eftir vopnað rán í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2019 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um er að ræða vopnað rán sem átti sér stað í austurborginni í gær. Fékk lögreglan tilkynningu um það milli klukkan fimm og sex síðdegis að að manni hefði verið ógnað með skotvopni og hann rændur verðmætum. Lögreglan brást skjótt við enda mál sem þessi litin mjög alvarlegum augum og var farið í markvissar aðgerðir sem stóðu yfir fram á nótt.

Fjórir voru handteknir í gærkvöld í tengslum við málið, en við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þremur mannanna var sleppt úr haldi lögreglu fyrr í dag, en lögð var fram krafa um gæsluvarðhald yfir þeim fjórða eins og áður sagði.

Framkvæmdar hafa verið tvær húsleitir í þágu rannsóknarinnar. Skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af skammbyssu, er í vörslu lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“