fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Þriggja ára barn laust í bíl hjá ferðamanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2019 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í gærkvöldi erlendan ferðamann á Mýrdalssandi þar sem hann ók á hátt í 130 km hraða. Þegar lögreglumaður var að boða ökumann yfir í lögreglubílinn veitti hann því athygli að í aftursæti bílsins sátu þrír farþegar og kom í ljós að einn þeirra sat undir þriggjar ára barni og barnið því laust í bílnum.

Fékk ökumaður væna sekt fyrir hraðaksturinn ásamt því að foreldrarnir þurftu einnig að greiða sekt fyrir að vera ekki með barnið í viðeigandi barnabílsstól, sem þó var til staðar í bílnum.

Í tilkynningu sinni varar lögreglan á Suðurlandi jafnframt við hraðakstri og við sauðfé á beit við vegi í Borgarfirði eystri:

„Nokkuð hefur verið um það í aðdraganda helgarinnar að ungir ökumenn á leið á Borgarfjörð eystri á hátíðina Bræðsluna hafa stigið heldur þungt á inngjöfina og verið stöðvaðir vegna hraðaksturs.

Þá hefur það aukist talsvert að ekið hefur verið á sauðfé í umdæminu og vill lögregla beina þeim tilmælum til ökumanna að virða hámarkshraða og hafa það í huga að sauðkindin er víða á beit í háu grasinu sem liggur víða hátt og þétt upp við vegaxlir á þjóðvegi 1.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar