fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Inga er látin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Blöndal er látin, tæplega 44 ára gömul. Hún fæddist þann 13. september árið 1975 og lést rétt eftir miðnætti í nótt, 26. júlí.

Inga starfaði hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og einn stjúpson.

Inga greindist með krabbamein vorið 2018 og lagðist inn á líknardeild þriðjudaginn 16. júlí. Hún sýndi mikið æðruleysi í veikindunum og gífurlegan andlegan styrk. Inga er sögð hafa verið afar sterk kona og var áfram mjög virk eftir að hún veiktist.

Inga kvaddi vini sína áður en hún skildi við þennan heim. Í kveðjuorðum sínum óskar hún samferðarfólki sínu alls hins besta í lífinu, segir því að njóta lífsins og biður það um að hugsa hlýlega til ástvina hennar.

Eftirlifandi eiginmaður Ingu Blöndal er Hjálmar Diego Haðarson. Börn þeirra eru Soffía Erla 15 ára, Jónas Bergmann tæplega 13 ára og stjúpsonurinn Hjálmar Arnar 24 ára.

DV sendir ástvinum Ingu innilegar samúðarkveðjur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar