„Siðmenningin loksins komin til landsins. Fyrstu gönguljósin með niðurtalningu eru mætt í Lækjargötuna,“ tístir Píratinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Tilefni þessara gleðihrópa er ærið: Niðurtalning fyrir ofan gönguljós – þægindi sem landsmenn kunna að hafa kynnst á ferðum sínum erlendis, en eru nýlunda hér á landi.
Í frétt um málið á vef Reykjavíkurborgar segir að þegar rauða ljósið logar sé talið niður að því þegar græni kallinn birtist og þegar græni kallinn logar sýni niðurtalningin sekúndufjöldann þar til sá rauði birtist á ný.
Í fréttinni segir enn fremur:
„Bætt öryggi er meginástæðan fyrir uppsetningu ljósanna en niðurtalningarljósin hjálpa fólki að virða ljósin. Forgangur Strætó eftir Lækjargötu hefur í för með sér að lengd rauða gönguljóssins getur verið breytileg. Stýrikerfið nemur strætisvagna þegar þeir nálgast gatnamótin og gefur þeim svigrúm til að komast yfir gatnamótin og á meðan logar rautt á gangandi. Þegar örugg boð hafa borist inn í kerfið um að strætisvagn sé á leið í gegn hefst niðurtalningin. Meðan ekki eru komin örugg boð logar rauða niðurtalningin og sýnir 1+ þar til öruggt er að fara í ferli til að skipa yfir í grænt.
Myndin fyrir neðan sýnir þrjár ólíkar stillingar.
Siðmenningin loksins komin til landsins. Fyrstu gönguljósin með niðurtalningu eru mætt í Lækjargötuna. pic.twitter.com/csBTom2WcY
— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) July 25, 2019