fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Nýjung á gönguljósum: „Siðmenningin loksins komin til landsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Siðmenningin loksins komin til landsins. Fyrstu gönguljósin með niðurtalningu eru mætt í Lækjargötuna,“ tístir Píratinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Tilefni þessara gleðihrópa er ærið: Niðurtalning fyrir ofan gönguljós – þægindi sem landsmenn kunna að hafa kynnst á ferðum sínum erlendis, en eru nýlunda hér á landi.

Í frétt um málið á vef Reykjavíkurborgar segir að þegar rauða ljósið logar sé talið niður að því þegar græni kallinn birtist og þegar græni kallinn logar sýni niðurtalningin sekúndufjöldann þar til sá rauði birtist á ný.

Í fréttinni segir enn fremur:

„Bætt öryggi er meginástæðan fyrir uppsetningu ljósanna en niðurtalningarljósin hjálpa fólki að virða ljósin.  Forgangur Strætó eftir Lækjargötu hefur í för með sér  að lengd rauða gönguljóssins getur verið breytileg. Stýrikerfið nemur strætisvagna þegar þeir nálgast gatnamótin og gefur þeim svigrúm til að komast yfir gatnamótin og á meðan logar rautt á gangandi. Þegar örugg boð hafa borist  inn í kerfið um að strætisvagn sé á leið í gegn hefst niðurtalningin. Meðan ekki eru komin örugg boð logar rauða niðurtalningin og sýnir 1+ þar til öruggt er að fara í ferli til að skipa yfir í grænt.

Myndin fyrir neðan sýnir þrjár ólíkar stillingar.

  • Til vinstri er rautt og beðið eftir niðurtalningartíma.
  • Fyrir miðju logar rauði kallinn og mun skipta eftir 7 sekúndur í grænt.
  • Til hægri mjá sjá að græni kallinn mun loga í 12 sekúndur enn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“