fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Ferðamenn eyða meiri peningum hér á landi en í fyrra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir 15 prósenta fækkun ferðamanna hingað til lands í júní miðað við sama mánuð í fyrra jókst kortavelta ferðamanna hér á landi í síðasta mánuði miðað við júní 2018. Alls nam aukningin um 20 prósentum í verslun. Þá jókst bensínsala til ferðamanna um 10 prósent. Dálítill samdráttur varð í gistingu og bílaleigu. Þetta kemur fram á vef Hringbrautar þar sem rýnt er í tölfræði um fjölda ferðamanna og tekjur af þeim.

Þegar rýnt er í tölur um fjölda ferðamanna kemur í ljós að mesta fækkunin á sér stað á meðal ferðamanna sem millilenda hér á landi. Er fækkunin þar um 38 prósent. Fækkunin stafar að mestu leyti af falli WOW air og kemur það engum á óvart.

Í frétt Hringbrautar segir enn fremur:

„Lítils háttar samdráttur var í gistiþjónustu og bílaleigu. Svo virðist sem að þeir ferðamenn sem koma til landsins séu tilbúnir að eyða meira en áður, ásamt því að gengi krónurnar getur haft möguleg áhrif á kaupgetu ferðamanna hér á landi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“