fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Þriggja daga ganga á Íslandi til að vekja athygli á mergæxli: „Krabbameinið á mig ekki“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mergæxli er sjúkdómur sem á upptök sín í beinmerg. Krabbameinið má rekja til plasmafrumna, hluta ónæmiskerfisins, sem eru staðsettar í beinmergnum.

John Klatt – Mynd TheDailyNews

„Þetta bókstaflega truflar alla starfsemi beinmergjarins,“ segir Bandaríkjamaðurinn John Klatt í samtali við The Daily News. John er greindur mergæxli sem er þó sem betur fer í rénun.

John Klatt ætlar til Íslands í ágúst í tæplega þriggja daga göngu til að vekja athygli á mergæxli. Hann er hluti af 15 manna hóp sem gengur á vegum samstarfsverkefnisins Færum fjöll fyrir mergæxli, en það er samstarfsverkefni milli Bandarísku mergæxlis-rannsóknarstofnunarinnar og fjölmiðilsins CURE. Markmið verkefnisins er að afla styrkja og auka meðvitund og von meðal mergæxlissjúklinga.

„Ég hef í gegnum tíðina verið fremur heilbrigður maður. Ég var að vesenast í byggingarframkvæmdum árið 2016 – við hjónin vorum að gera upp húsið okkar – þegar ég fór að finna til í bakinu,“ segir John.

John hélt að hann hefði fengið tak í bakið við að klífa stiga eða lyfta einhverju þungu í framkvæmdunum, og kippti sér ekki mikið upp við verkinn. Þarna hafði hins vegar rauðu blóðkornum hans fækkað mikið sem leiddi til þess að John varð verulega þreyttur og beinin hans brothætt. „Síðan byrjuðu sprungur að myndast í hryggjarliðunum. Þaðan kom sársaukinn þótt ég hafi ekki komist að því fyrr en nokkru síðar.“

Þegar læknir tilkynnti John að hann væri með mergæxli voru horfur hans metnar slæmar. „Læknirinn var ekki bjartsýnn og tilkynnti mér að ég ætti kannski þrjú til fjögur ár eftir ólifað. En þetta var fyrir þremur og hálfu ári.“ Krabbamein Johns er nú í rénun, en það er þó ekki læknað.

„Mergæxli er svolítið eins og hlaupabóluvírusinn. Sá vírus er alltaf í líkama þínum og getur skotið aftur upp kollinum sem ristill síðar á lífsleiðinni. Þetta er eins með mergæxli – það er þarna ennþá og gæti orðið virkt aftur. […] Krabbameinsgreining er hörmuleg og sorgleg. Hins vegar tel ég það mikilvægt að láta ekki krabbameinið yfirtaka líf sjúklingsins. Krabbameinið á mig ekki. Ég mun halda áfram að lifa mínu lífi alveg sama hvað verður um þetta krabbamein.“

Í gönguhópnum eru fjórir aðrir krabbameinssjúklingar, læknir og stuðningsfulltrúar. Gangan mun taka tæplega þrjá daga. Gengur verður í um 7–8 klukkustundir á dag og svo gist í fjallakofum. Gönguleiðin hefur verið kölluð eldur og ís því gengið verður bæði á eldvirknisvæðum og framhjá jöklum.

 

 

Göngugarparnir – Mynd: TheDailyNews
Færum fjöll fyrir mergæxli

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi