Tilkynnt var um slys á Dalvegi í Kópavogi laust fyrir klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að bíll og reiðhjól hafi komið þar við sögu en ekki er ljóst hvort bílnum var ekið á hjólið eða öfugt. Hjólreiðamaðurinn kenndi eymsla í mjöðm og sagðist vera dofinn eftir höfuðhögg. Hann vildi ekki akstur með sjúkrabíl á slysadeild, hann sagðist ætla að koma sér sjálfur þangað.
Í dagbók lögreglunnar segir einnig frá því að brotist var inn í hjólageymslu íbúðar í miðbænum. Þjófnaðurinn náðist á upptöku öryggikerfis og er málið í rannsókn.